Tvö orð, Töluð úr samhengi. Tvö líf, Himinn og haf. Tvö við erum hér og teljum slagina. Tilgangurinn aðeins sá að vera til. Aðeins eitt sem við viljum. Aðeins eitt sem við skiljum. Aðeins eitt okkar líf er, það er ekki neitt. Því er aðeins eytt. Tvö mál, Tómið í augunum. Tvö ein, Eldur og ís. Enginn segir upphátt alla söguna. Eins er ekkert nákvæmlega hér um bil. Aðeins eitt sem við viljum. Aðeins eitt sem við skiljum. Aðeins eitt okkar líf er, það er ekki neitt. Því er aðeins eytt. Eitt dýr þarf að draga andann, öll hreyfast úr stað. Eitt dýr þarf að leysa vandann, En getum við það? Gerum við það? Getum við það? Gerum við það? Aðeins eitt sem við viljum. Aðeins eitt sem við megum. Aðeins eitt er að gera. Aðeins eitt við að vera. Aðeins eitt vil ég tjá þér, áður en ég fer frá þér. Aðeins eitt okkar líf er, það er ekki neitt. Því er aðeins eytt.