Hún er silki og stál. Hún er stórsjór og bál. Hún er allt mitt í hendi. Hún er hjarta míns mál. Þegar heimur og drótt Höfðu loks um sig hljótt, í fannfergi hugans ég fann han'í nótt. Það var dimmt, það var dögg, Og í dreyranum lögg. En ég fann hvernig hjartað sló högg eftir högg. Þar sem áður var tóm, Eru nú aðeins blóm. Í kuldanum ástin, hún kvað upp sinn dóm. Það er ólýsanlegt, Já og alls engu líkt þá sjaldan menn komast í tæri við slíkt. Hversu öflug hún er Hversu hreint ótrúleg. Hvað hún örvar og sefar í senn, trúðu mér! Það var hvasst úfinn sær. Það var nýfallinn snær. Þó var innra með mér aðeins andvari vær. Já, ég vissi sem var Og ég skynjaði þar í mjöllinni hitann sem með sér hún bar. Það er ólýsanlegt, Já og alls engu líkt þá sjaldan menn komast í tæri við slíkt. Hversu öflug hún er, Hversu hreint ótrúleg, Hvað hún örvar og sefar í senn, trúðu mér. Dag eftir dag eftir dag Eru óteljandi sálir sárar víst. Dag eftir dag eftir dag Hverfur sól en síðan styttir upp. Styttir upp á ný. — Sóló — Það er ólýsanlegt, Já og alls engu líkt þá sjaldan menn komast í tæri við slíkt. Hversu öflug hún er. Hversu hreint ótrúleg. Hvað hún örvar og sefar í senn, trúðu mér. Nú er dagur á ný, En í kvöld aftur sný, ég til fundar við þig þar í rökkrinu því. Þegar heimur og drótt, Höfðu loks um sig hljótt. Í fannfergi hugans ég fann þig í nótt. Í fannfergi hugans ég fann þig í nótt.