Sitjandi krákur þær svelta Segja þeir sem vita gerst Og þeir fullyrða líka feimnislaust Að þær sem fljúgi þrífist best Og það er augljóst segja þeir Og það ætti hver maður að sjá Ef maður ber sig eftir björginni Ef maður ber sig eftir björginni Ef maður ber sig eftir björginni Þá bætir alvaldið því við sem vantar upp á Og ef þú biður ekki um neitt þá færðu fátt eitt Og þú finnur ekkert nema með leit Og manni eru aldrei bjargirnar bannaðar Maður bankar á dyrnar og það veit Hvert barn að dyrnar þær opnast einungis þá Ef maður ber sig eftir björginni Ef maður ber sig eftir björginni Ef maður ber sig eftir björginni Þá bætir alvaldið því við sem vantar upp á Ef maður skyldi nú verða skotinn Það skeður oft bara sisona Þá dugir ekki að hanga með hendur í skauti Niður í Hafnarstræti og vona Það eru aðeins þeir sem róa til fiskjar sem fá Ef maður ber sig eftir björginni Ef maður ber sig eftir björginni Ef maður ber sig eftir björginni Þá bætir alvaldið því við sem vantar upp á Kannski ertu úti í kuldanum Með karma af verstu gerð En ef þú ert næs þá nýtist það þér Í næsta lífi og þú sérð Það er allavega praktískt að pæla í því og sjá Ef maður ber sig eftir björginni Ef maður ber sig eftir björginni Ef maður ber sig eftir björginni Þá bætir alvaldið því við sem vantar upp á