Fyrst komu paparnir með prik í hönd Og pældu í guði en vildu ekki nema lönd Svo sigldu þeir í burtu Og sáust aldrei meir Við sjáum þetta núna á menjum úr leir Síðan sigldu hingað ýmsir útlagar Sem allt í einu urðu frjálsir höfðingjar Flestum þeirra tókst að fæðast upp á nýtt Þeir ferðuðust um landið opið og vítt Þá hlupu hestar á skeið, hlupu hestar á skeið Yfir heiðarnar, yfir heiðarnar Og á þeim riðu hetjur, hetjur Eða svo er okkur sagt Og ef þú skildir fá leið, skildir fá leið Þá líttu í kringum þig, líttu í kringum þig Og þú líður inn í veröld, veröld Sem kynslóðir hafa kvatt Að nokkrum öldum liðnum Varð svo lítið stríð Þá leiddu saman bændur við smávaxið mýr Einn fékk stein í höfuðið og hreyfðist aldrei meir það hefðu dáið fleiri en vopnin voru meyr Samt var mikið skrifað og ort um þessa öld því óskrifaðir bardagar skapa engin völd Og þetta gildir núna og mun gilda um alla tíð Og gleymið ekki að tíminn gerir grimmdina að dýrð Þá hlupu hestar á skeið, hlupu hestar á skeið Yfir heiðarnar, yfir heiðarnar Og á þeim riðu hetjur, hetjur Eða svo er okkur sagt Og ef þú skildir fá leið, skildir fá leið Þá líttu í kringum þig, líttu í kringum þig Og þú líður inn í veröld, veröld Sem kynslóðir hafa kvatt