Svífur yfir Esjunni sólroðið ský, Viðmjúk strýkur vangana vorgolan hlý, Vaknar ástarþráin í brjóstum á ný. Kysst á miðju stræti er kona ung og heit, Keyra rúntinn piltar, sem eru í stelpuleit, Akrafjall og Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar. Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík. Tjörnin liggur kyrrsæl í kvöldsólarglóð Kríurnar þótt nöldri og bjástri í hólmanum. Hjúfra sig á bekkjunum halir og fljóð, Hlustar skáldið Jónas á þrastanna ljóð. Dottar andamóðir með höfuð undir væng. Akrafjall og Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar. Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík. Hljótt er kringum Ingólf og tæmt þar hvert tár Tryggir hvíla rónar hjá galtómum bokkunum. Svefninn er þeim hóglega siginn á brár, Aftansólin purpura roðar vestursjá. Akrafjall og Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar. Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík.