Ég settist við að semja Sorgarþrungið ljóð Sökkti mér í sporin Slökkti hjartans glóð Birtist mér þá brosið Og blíðu augun þín Þá bráðnar sálin mín Þú lætur heiminn ljóma Svo lýsist hjartans tóm Orð sem áður særðu Nú ýlfur eru og hjóm Ekkert lengur ergir Eymdin flogin frá Því þú ert okkur hjá Hví að gráta horfin spor og hulda slóð? Hvítur snjórinn sefar okkar sorgarhljóð Hvað sem líf þitt hendir Hvert sem hníga strá Engan ljótan endi Emma, muntu sjá Því allt sem sundur tætist Fæst einhvern tímann bætt Við um það getum rætt