Stöndum bæði kyrr Ennþá allt sem fyrr Um árin. Samt er eitthvað breytt Eitthvað sem var deytt Og tárin. Skjálfhent köld mér bréfið fær Finn ég hana færast fjær. Sér í gegnum allt Augnaráðið kalt Og tárin. Búið þetta spil Vitneskjan er til Og sárin. Viðurkenni ódæðið Starir hún en snýr svo við. Hverfur minni sýn Ekki lengur mín Með sárin. Sit og hengi haus Einn afskiptalaus Með tárin. Eftirsjáin sýnir sig Samviskan hún sligar mig. Hamstola ég hleyp Bréfið þrýst í greip Og tárin. Ekkert tefur för Hjartslátturinn ör Og sárin. Stöðva, stari í hyldýpið Herði upp hugann, spyrni við.