Eitt sinn ég fann þessa ógnarþrá Að vera eitt og skilja við annað. Hugurinn tók mig og ég fór að sjá Allt sem ég vildi og þráði var bannað. Því tíminn stríðir á móti mér Og engu fæ ég um neitt að ráða. Eitt sár er gróið og annað er Að vaxa og dafna þar inn í mér. Svo langt er liðið af lífinu Að ekki er nema von að mér hraki. Ég reyni að gleyma, það sorglega er Að enn kann ég ei að sleppa taki. En hjartað ræður og hjartað fer ávallt sínar eigin leiðir. Og hvað sem verður og hvað sem ber Vonin vakir og lifir í mér.