Það beið mín sending Frá þér þar sem við stóðum og sögðum Að við myndum aldrei aftur láta Leiðir okkar fléttast saman Ég stóð og horfði á hólmann sem var turn Yfirgróin engi sem voru torg Grýtta strönd sem var höll þegar sendingin barst Með þresti Hann brotlenti við fætur mér Og ég stakk honum upp í mig Og bruddi Úr beinum og brjóski Dró ég eitthvað seigt og hvasst Upp úr mér Blátt og kalt Fast á öngli Rétt eins og ég man eftir því þetta vægðarlausa augnaráð