Hvað ef sársauka má finna eftir dauðann? Hvernig getum við verið viss? Að tapa baráttunni við eigin huga Verður hin hinsta barátta Ég fálma í gegnum tómið En ég finn ekki neitt Sýnir úr öðrum veruleika Virðast svo fjarlægar En ég er þar Það er ekkert Það bara... er Þú býður mér í þinn heim Þinn fjarlæga, ókunna heim Ég bý mig til ferðar, kveð Og hverf í braut Er ég þegar staddur þar? Eða er ég fastur í fangelsi eigin vitundar? Hversu lengi staldra ég við Til að komast að svari Líkt og bundið sé fyrir augun Fálma ég í gegnum tómið En ég finn ekki neitt Engin von Engin sorg Það bara er Ég fálma í gegnum tómið En ég finn ekki neitt Sýnir úr öðrum veruleika Virðast svo fjarlægar