Viltu með mér vaka er blómin sofa
Vina mín og ganga suður að tjörn.
Þar í laut við lágan eigum kofa.
Lékum við þar okkur saman börn.
Þar við gættum fjár um fölvar nætur
Fallegt var þar út við hólinn minn.
Hvort er sem mér sýnist að þú grætur.
Seg mér hví er dapur hugur þinn.
Hví ég græt og burt er æskan bjarta
Bernsku minnar dáin sérhver rós.
Það er sárt í sínu unga hjarta
Að sjá hve slokkna öll þín skærstu ljós.
Ó hve fegin vildi ég verða aftur
Vorsins barn og hérna leika mér.
Nú er lamað þrek mitt, þrotinn kraftur
þunga sorg á herðum mér ég ber.
Hvað þá gráta gamla æsku drauma,
Gamla drauma bara ór og tár.
Láttu þrekið þrífa stýristauma.
Það er hægt að kljúfa lífsins ár.
Kemur ekki vor að liðnum vetri?
Vakni ei nýjar rósir sumar hvert?
Voru hinar fyrri fegri betri?
Feldu ei tár en glöð og hugrökk vert.
Þú átt gott þú þekkir ekki sárin,
þekkir ei né skilur hjartans mál.
Þrek er gull en gull eru líka tárin,
Guðleg svölun hverri þreyttri sál.
Stundum þeim er þrekið brýnt og kraftur
þögul höfuð féllu tár um kinn.
En sama rósin sprettur aldrei aftur,
þótt önnur fegri skreyti veginn þinn.
Vina mín og ganga suður að tjörn.
Þar í laut við lágan eigum kofa.
Lékum við þar okkur saman börn.
Þar við gættum fjár um fölvar nætur
Fallegt var þar út við hólinn minn.
Hvort er sem mér sýnist að þú grætur.
Seg mér hví er dapur hugur þinn.
Hví ég græt og burt er æskan bjarta
Bernsku minnar dáin sérhver rós.
Það er sárt í sínu unga hjarta
Að sjá hve slokkna öll þín skærstu ljós.
Ó hve fegin vildi ég verða aftur
Vorsins barn og hérna leika mér.
Nú er lamað þrek mitt, þrotinn kraftur
þunga sorg á herðum mér ég ber.
Hvað þá gráta gamla æsku drauma,
Gamla drauma bara ór og tár.
Láttu þrekið þrífa stýristauma.
Það er hægt að kljúfa lífsins ár.
Kemur ekki vor að liðnum vetri?
Vakni ei nýjar rósir sumar hvert?
Voru hinar fyrri fegri betri?
Feldu ei tár en glöð og hugrökk vert.
Þú átt gott þú þekkir ekki sárin,
þekkir ei né skilur hjartans mál.
Þrek er gull en gull eru líka tárin,
Guðleg svölun hverri þreyttri sál.
Stundum þeim er þrekið brýnt og kraftur
þögul höfuð féllu tár um kinn.
En sama rósin sprettur aldrei aftur,
þótt önnur fegri skreyti veginn þinn.
Sanatçının diğer albümleri
Ó, borg mín borg
2000 · derleme
Haukur Morthens
1988 · derleme
Lítið brölt
1980 · albüm
Með blik í auga
2008 · derleme
Brot af því besta, Haukur Morthens
2005 · derleme
Hátíð í bæ
1964 · albüm
Benzer Sanatçılar
Björgvin Halldórsson
Sanatçı
Mannakorn
Sanatçı
Baggalútur
Sanatçı
Stuðmenn
Sanatçı
Hljómar
Sanatçı
Todmobile
Sanatçı
Pálmi Gunnarsson
Sanatçı
Erla Þorsteinsdóttir
Sanatçı
Brunaliðið
Sanatçı
Ellen Kristjánsdóttir
Sanatçı
Spilverk þjóðanna
Sanatçı
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Sanatçı
Hljómsveit Ingimars Eydal
Sanatçı
Óðinn Valdimarsson
Sanatçı
Elly Vilhjálms
Sanatçı
Ragnar Bjarnason
Sanatçı