Í Betlehem var barn oss fætt, Barn oss fætt. Því fagni görvöll Adams ætt. Hellelúja, hallelúja. Það barn oss fæddi fátæk mær, Fátæk mær. Hann er þó dýrðar drottin skær. Hallelúja, hallelúja. Hann var í jötu lagður lágt, Lagður lágt En ríkir þó á himmnum hátt. Hallelúja, hallelúja. Hann vegsömuðu vitringar, Vitringar. Hann tigna himins herskarar. Hallelúja, hallelúja. Þeir boða frelsi frið á jörð, Frið á jörð Og blessun drottins barnahjörð. Hallelúja, hallelúja. Vér fögnum komu frelsarans, Frelsarans, Vér erum systkin orðin hans. Hallelúja, hallelúja., Hvert fátækt hreysi höll nú er, Höll nú er Því Guð er sjálfur gestur hér. Hellelúja, hallelúja.