Hugann seiða svalli frá Sundin, heiði og skörðin; Vona-leið er valin þá Vestur Breiðafjörðinn Alt er borið burtu gróm Bæði af Skor og fjöllum, því að vorið blóm við blóm Breiddi í sporum öllum Dægur-halli daggperlum Dreifir vallargróðann; Bjargastalla beltast um Blessuð fjallamóðan Þrjóti grið á þessum stað, þá er lið að skeiðum, því að hlið er opið að úthafsmiðum breiðum