Fyrst var ekkert En svo Komst þú Á vængjum yfir flóann Og þá kom Ragnar Og einhver Með honum, jú... Æ hvað heitir hann? ...ég man það ekki. Ég var fullur Af öllu Og þú Varst tóm af því sama Öli, eitri, öli. Fífan fokin Rigning um haust Það hafði rignt allt sumarið líka Og Ragnar Rokinn Og æ hvað heitir hann nú? Örn, Arnar, Ernir. Snjóa tók Í fjöll og firði Friður ríkti Heilög jól Og ekkert spurðist Enginn spurði Ekkert spurðist til Ragnars. (Við misstum eitthvað Fáum annað í staðinn Söknum því einskis, Einskis nei Við munum samt ef Það skiptir þá máli Að hann fór Um 5 leytið). Þá gerðist það Er við keyptum Bílinn, hvíta húsið Og brúnan stól Áttum ákaviti og Eitthvað á dósum Og Ragnar kom Við báðum hann að koma Fagnandi "Mikið höfðum við saknað hans" Hann þakkaði, Þakkaði, en tók fram Að þetta yrði stuttur stans -Stuttur stans. Hann fyllti glas Og aftur í glas Saup Söng, ældi Enn í glas Og meir í glas Svaf, öskraði og vældi. Og daginn eftir Var vorið komið Á vængjum yfir flóann Það rökkvaði Það birti af degi Og börnin grétu, Þau grétu Af því að seríósið Var búið. (Við misstum eitthvað Fáum annað í staðinn Söknum því einskis, Einskis nei Við munum samt ef Það skiptir þá máli Að hann fór Um 5 leytið).