Nútíminn er trunta Með tóman grautahaus. Hjartað það er hrímað Því heilinn gengur laus. Hún er kenjótt eins og kráka. Köflótt efni í kjól. Kjarklaus eins og klerkur Sem klifrar upp í stól. Mamma má jeg sjá? Mamma má jeg gá? Svo er stokkið af stað. Inn eptir og innan að. Truntan hún er taumlaus Og töltur út á hlíð. Sumir eru að siga Ur söðli og undir kvið. Einhver verður undir Að gömlum góðum sið Undarlegt hvað öllum Er annt um kvikindið. Svo er stokkið af stað. Inn eptir og innan að.