Eins og hamar ótt á steðja Uppá þaki regnið bylur En í þínu þæga tári Þar er gleði birta ylur Á þínum góðu unaðstöfrum Önd mín sál og kraftur nærist Þér ég æ mun fé og föggum Fórna meðan að hjartað hrærist Svefn þinn guð í glasi áskenktu Greiðir fró í stríði hörðu Þannig fæ ég þrey af árin Þar til loks ég sef í jörðu Fjallahringurinn hann er dreginn Hringinn í kringum mig Og utan hans þar er ekki neitt Því innan hans þar hef ég þig En við verðum að láta okkur litla hríð Lynda það sem til bar Þú hvílir í brekkunni bak við húsið Bráðum finnumst við þar Hún var falleg og hún var góð Hún var betri en þær Og þegar hún sefur við síðuna á mér Þá sef ég góður og vær Sólin kemur upp í austri En í vestri sest hún niður Í dalnum þar sem ég opnaði augun Í árdaga ríkir kyrrð og friður Hesturinn minn hann heitir Blesi Höfum við sömu lifað árin Ég held áfram en hún styttist nú Óðum leiðin fyrir klárinn Blesi minn í brekkunni góðu Búinn er þér hvílustaður Einhvern tíma ái ég með þér Örþreyttur, gamall, vonsvikinn maður Vittu af mér