Hann var eitt sinn hippi Á rósóttum kjól Og glæsta drauma í brjósti ól Flötum beinum margan dag Sat hann uppá arnarhól Og horfði yfir safírbláann sæinn Tiplaði á sandölum um bæinn Hann snæddi spítt og líka hass Og l-s-déi stakk í rass Já það er alveg augljóst mál Að lífsins braut er skreip og hál Svo var hann í meðferð inn' á kleppi Þvoði gólf söng og hnýtti teppi Hann málaði myndir af sjálfum sér Með rafknúinn gítar sem heitir fender Að þenja á woodstock með family stone Hann töfraði fram hinn hreina tón Nú er hann eins og pabbi sinn Á þönum daginn út og inn Í bankanum frá 9 – 5 Með stressarann og hattkúfinn Handfjatlandi hundraðkallaknippi En eitt sinn hippi ávallt hippi Hann sem fríkaði forðum í tjarnarbúð út Er nú fastagestur í hollywood Mænir á meyjar og video Og dreymir um alfa romeo