Þú hljópst burt frá mér, þann dag var dimmt, — það helliringdi. Þú valdir þér að særa mig djúpt, — Heimur minn hrundi. Svo komst þú með útrétta hönd Og söknuð sem héld'engin bönd. Þú sagðir þá, þú sagðir þá, þú sagðir þá: "Mér er ekki fært að lifa án þín, — Hjarta mitt líður. Ég sár þín get grætt með minn ást, — Hjarta mitt bíður." Svo komst þú með útrétta hönd Og ást sem að héld'engin bönd. Ég sagði þá, ég sagði þá, ég sagði þá: "Ég elskaði þig svo undurheitt, — Sólin brosti. Ei grunaði mig þú gætir mig meitt, — Að ást mín yrð'að frosti." Svo komst þú með útrétta og hönd Og söknuð sem héld'engin bönd. Ég sagði þá, ég sagði þá, ég sagði þá: "Mér er ekki fært að treysta þér, — Hjarta mitt svíður. Mitt sorgarsár þú færð ei grætt — Með ást eða blíðu." Þú kemur með útrétta hönd, ást og söknuð sem hald'engin bönd. Nú segi ég þér, nú segi ég þér sem býr í hjarta mér.