Eitt hús og ein hjón. Heit sólin um nón. Fögur tónlist á fón, Og tilveran springur í spón. Einn skóli, eitt skjól. Barn í skærrauðum kjól. Í felum er fól, Sem fikrar sig hægt bak við hól. Veit og ég sé Hvað er að ske. Já, ég veit og ég sé Meir'en ég vil og læt í té. Ég veit og ég sé þau veraldarvé. Já, ég veit og sé, þau bregðast líka þessi krosstré. Einn bær, ein borg Með blómstrandi torg Og kaffiilmandi korg Breytist í öskur og org. Veit og ég sé Hvað er að ske. Já, ég veit og ég sé Meir'en ég vil og læt í té. Ég veit og ég sé þau veraldarvé. Já, ég veit og sé, þau bregðast líka þessi krosstré. Já, ég veit og ég sé þau veraldarvé. Já, ég veit og sé, þau bregðast líka þessi krosstré. Veit og ég sé. Ég veit og ég sé Meir'en ég vil og læt í té. Já, ég veit og ég sé Hvað er að ske. Veit og sé, Meir'en ég vil og læt í té. Veit og ég sé Hvað er að ske. Já, ég veit og sé, þau bregðast líka þessi krosstré.