Að sitj'inná bar og sjá ekki neitt Segi ég öllum mér finnist ei leitt. En raunin er sú ef ráðum við í Að reyndar við höfum ei gaman af því. Það er einmanaleikinn sem á mig og þig, Vera innan um fólk, þörfin örmagnar sig. Ég augum lít fólkið, ályktun dreg: Bara einmana mannverur rétt eins og ég. Það er nú svo skrítið er á það ég lít Sú örvænting stórbrotin, segja ég hlýt þegar finn ég það út, ef fast ég brýt hugnn Um ferðalag okkar á þessari storð. Alveg er sama hve ánægður dvel, í allsnægtum mér verður ekkert um sel. Hamingjan drukknar sem dægurflugan í draumum um meira á allsnægtaborð. Það er nú svo skrítið er á það ég lít Sú örvænting stórbrotin, segja ég hlýt þegar finn ég það út, ef fast ég brýt hugan Um ferðalag okkar á þessari storð. Alveg er sama hve ánægður dvel, í allsnægtum mér verður ekkert um sel. Hamingjan drukknar sem dægurflugan í draumum um meira á allsnægtaborð. Í draumum um meira á allsnægtaborð.