Kishore Kumar Hits

Mannakorn - Kallinn er kominn í land şarkı sözleri

Sanatçı: Mannakorn

albüm: Tíminn líður hratt


Situr við hafið og haustsólin skín,
Hann gárar úr suðaustanátt.
Í honum ólgar og enn adrenalín
þótt hárið sé úfið og grátt.
Við honum blasir hinn eilífi sær
Og aldan sem urgar við sand
Er þessum sjómanni kunnug og kær
þótt kallinn sé kominn í land.
Gægjast úr fortíð á gæruskinnsskóm
í myrkri undir súð sitja í röð,
Kveðandi rímur í kyrjandi róm
Og rýnandi í bækur og blöð.
Dauðlegi maður líttu þér nær,
þú situr við steininn á ný
Og við þér blasir hinn eilífi sær,
Sú eilífð sem drekkir þér í.
Óendanleika því eilífðin öll
Er blekking og tíminn er núll,
Segðu okkur sögu og segðu frá því
Að þú sigldir á Grimsby og Hull.
Við honum blasir hinn eilífi sær
Og aldan sem urgar við sand
Er þessum sjómanni kunnug og kær
En kallinn er kominn í land.
Er gömlum sjómanni kunnug og kær
Og kallinn er kominn í land.

Поcмотреть все песни артиста

Sanatçının diğer albümleri

Benzer Sanatçılar