Sloj, eftir allskonar innsogin grömm, Eftir endalaus bömmeradjömm, Með fullmörgum fullorðinsdrykkjum. Ég, lendi alltaf á upphafsreit Eftir uppsöfnuð vonbrigðadeit Með tálbitnum tinderbykkjum. Nóttin var að vakna Af værum svefni. Þessi gamla góða Með glænýtt efni. Láttana sjá þig, láttana fá þig, Láttana eftir þér. En hvað ef ég nenni ekki. Hvað ef ég hitti engan sem ég þekki? Viltekki bara farað grenja? Viltekki bara farað grenja? Viltekki bara fara barað grenja? (Sérðekki veisluna?) Viltekki bara farað grenja? Viltekki bara farað grenja? Viltekki bara fara barað grenja? (Sérðekki veisluna?) Foj, eftir veturlangt tilraunatjútt, Eftir trúnó og munúðarprútt, Eftir of marga óminniskossa. Stúmm, eftir vanhugsað bílífisbrölt, Eftir bleiknefjað skömmusturölt Og kulnaðan kynferðisblossa. Nóttin var að vakna Af værum svefni, Þessi gamla góða Með glæný efni. Taktana til þín, taktana að þér, Taktana með þér heim. Æ, hvað ef ég nenn'enn ekki. Hvað ef ég hitti einhvern sem ég þekki? Viltekki bara farað grenja? Viltekki bara farað grenja? Viltekki bara fara barað grenja? (Sérðekki veisluna?) Viltekki bara farað grenja? Viltekki bara farað grenja? Viltekki bara fara barað grenja? (Sérðekki veisluna?) Viltekki bara farað grenja? Viltekki bara farað grenja? Viltekki bara fara barað grenja? Farað grenja? (Sérðekki veisluna?)