Kveða ég vil um víking þann Sem vestur í Selsvör forðum bjó Röskur á sjóinn röri hann Rauðmaga upp úr honum dró Í aflasæld hann af öllum bar (Öllum bar) Og oft, er hann hlaðinn kom til lands (Kom til lands) Allt fyrir sakir öfundar Að honum veittust grannar hans ; Þá var nú glott og þá var nú hlegið Þá var nú slegið títt og fast Kónarnir undan Hoffmannshnefum Hrukku þá allir tvist og bast; Á veturna, þegar vestansjór Veltist um nesið Seltjarnar Á haugana gamla hetjan fór Hirti þar dýrar gersemar En eitt sinn er nótt var orðin dimm (Orðin dimm) Og aftur hann snöri heim til sín (Heim til sín) Úr launsátri þustu þrjótar fimm Þeir höfðu drukkið brennivín ; Þá var nú glott og þá var nú hlegið Þá var nú slegið títt og fast Kónarnir undan Hoffmannshnefum Hrukku þá allir tvist og bast; Til Kaupinhafnar hann kom eitt sinn Að kynna sér selskapslífið þar Fasmikill gekk hann út og inn Um öldrykkjustofur Nýhafnar Þá hópuðust honum bófar að (Honum að) Og hnífa þeir drógu slíðrum úr (Slíðrum úr) En vígreifur gamli kappinn kvað: "Jeg kalder ej alt min bedstemor" ; Þá var nú glott og þá var nú hlegið Þá var nú slegið títt og fast Kónarnir undan Hoffmannshnefum Hrukku þá allir tvist og bast; Hann var við alla hreinn og beinn Og hlaut enda mikla frægð af því Rota til gamans einn og einn Ósvífinn valdsmann og pólitík Og eitt sinn, er sótti á hans fund (Á hans fund) Útlendra dátaregíment (Regíment) Misstu þeir sína meðvitun Margir í einu - ganske pent ; Þá var nú glott og þá var nú hlegið Þá var nú slegið títt og fast Kónarnir undan Hoffmannshnefum Hrukku þá allir tvist og bast; Nú hef ég kveðið kruss og þvers Kveðið samt gæti ég ennþá nó' Um vaskleik og dirfsku víkings þess Sem vestur í Selsvör forðum bjó Vetur, sumar, vor og haust (Vor og haust) Varð hann að heyja einn sitt stríð (Einn sitt stríð) Við sína fjendu linnulaust Líkt eins og Gréttir eina tíð ; Þá var nú glott og þá var nú hlegið Þá var nú slegið títt og fast Kónarnir undan Hoffmannshnefum Hrukku þá allir tvist og bast;