Ég leitað hafði langa hríð Um landið þvert í erg og gríð Að konu við mitt hæfi Raunar alla ævi En það bar engan árangur ég var örmagna og sársvangur Ég kominn var að þrotum Og að niðurlotum Þá birtist hún með brúðarslör Og bros á vör Hún lofaði að annast mig Ef ég gengi að eiga sig Hún þurrkar af og þrífur Er ég þreyttur er og stífur Allt fyrir mig Hún ræstir og hún þvær Hún ryksugar og hlær Allt fyrir mig Við giftum okkur eins og skot Við innréttuðum lítið kot Og hlóðum niður börnum í nokkrum góðum törnum Hún verður ekki af þrifum þreytt Nú þarf ég ekki að gera neitt Femenískar beljur Súpa sjálfsagt hveljur Því konum ber að bölva því Að baka og stoppa í En ástin mín hún elskar það Og að láta renna í bað Hún þurrkar af og þrífur Er ég þreyttur er og stífur Allt fyrir mig Hún ræstir og hún þvær Hún ryksugar og hlær Allt fyrir mig Brass sóló Hún þurrkar af og þrífur Er ég þreyttur er og stífur Allt fyrir mig Hún skúrar og hún þvær Hún skrúbbar mínar tær Allt fyrir mig Hún þurrkar af og þrífur Er ég þreyttur er og stífur Allt fyrir mig Hún strýkur úr mér stressið Og hún straujar á mig dressið Allt fyrir mig Allt fyrir mig