Enginn leysir öll þau bönd sem ævin kann að flétta, ég óska mér, en finn samt ekki leiðina til þín. Ég er aðeins einn af þeim sem ekki kaus hið rétta, Má una hér og dunda við að fela tárin mín. Væri ég frjáls, Væri ég frjáls Eins og fuglinn er þá lægi leiðin til þín. Mig dreymir, ég óska, En það er engin stoð í því, því mín örlög hafa spunnið vef Og fest mig honum í. Mig dreymir, ég óska, Og það er eina huggun mín Og ef ætti ég mér vængi ég flygi beint til þín, —Alla leið! Ef ég gæti látið eins og lífið væri að byrja þá leikur væri að þurrka burt öll villusporin mín. Væri ég frjáls, Væri ég frjáls Eins og fuglinn er þá lægi leiðin til þín. Mig dreymir, ég óska, En það er engin stoð í því, því mín örlög hafa spunnið vef Og fest mig honum í. Mig dreymir, ég óska, Og það er eina huggun mín Og ef ætti ég mér vængi ég flygi beint til þín. Mig dreymir, ég óska, En það er engin stoð í því, því mín örlög hafa spunnið vef Og fest mig honum í. Mig dreymir, ég óska, Og það er eina huggun mín Og ef ætti ég mér vængi ég flygi beint til þín, —Alla leið!