Þú varst með sólgult sjal Sveipað um þig í Herjólfsdal. Og græna kápan þín Heillandi við sýn. Og steingráa pilsið þitt Minnir á fjörunnar sand Sem blotnar er bylgjurnar Liðast á land. Hér er lífið. Hér ert þú. Hér er framtíð okkar sú Að njóta náttúrunnar nú. Eyjan er að öskra á mig. Jörðin opnast, ég er hættur að sjá þig. Það er eldgos á Heimaey. Kraftarnir sem lágu í leyni Spúa eldi og brennisteini. Landið það mun lif'eftir að ég dey. Breiði úr teppi hér. Í hjónasæng býð ég þér Og ég vil leggjast í þitt fang. Glitrandi stúlkurnar stjörnur sem svífa á braut Um himna sem gnæf'yfir tjöldum við norðurskaut. Hér er lífið. Hér ert þú. Hér er framtíð okkar sú Að njóta náttúrunnar nú. Eyjan er að öskra á mig. Jörðin opnast, ég er hættur að sjá þig. Það er eldgos á Heimey. Kraftarnir sem lágu í leyni Spúa eldi og brennisteini. Landið það mun lif'eftir að ég dey. Eyjan er að öskra á mig. Jörðin opnast, ég er hættur að sjá þig. Það er eldgos á Heimey. Kraftarnir sem lágu í leyni Spúa eldi og brennisteini. Landið það mun lif'eftir að ég dey. Eyjan er að öskra á mig. Jörðin opnast, ég er hættur að sjá þig. Það er eldgos á Heimey. Kraftarnir sem lágu í leyni Spúa eldi og brennisteini. Landið það mun lif'eftir að ég dey.