Ég bíð og vona í biðröðum Að röðin komi að mér því ég vil verða Meðlimur í stórri hringekju Innan við hliðið, lífið um snýst Bleika froðu á stöng, drauga, spámenn Allt er falt í miðasölunum Á litlu skipi ruggar fólk á öldum gullfextum Úr lofti rignir karmellum sem festast oft í skemmdu tönnunum Biðröð, biðröð, bráðum kemst ég inn Biðröð, biðröð, kemst ég ekki inn? Hljólið frá París við himin strýkst Með feitan, fínan kall upp og niður Sífellt brosir hann til manngrúans Á bak við glerið, í litlum skúr Roskinn maður spyr: "Veist þú ekki væni, Barn skal vera í fylgd með fuIlorðnum."